fimmtudagur, september 23, 2004

Vefrallý

Vefrallý um framhaldsskólamenntun í boði á Höfuðborgarsvæðinu
Höfundur: Hildur Kristjánsdóttir
Fyrir nemendur 10. bekkjar

Hversu mikið veistu í raun um þá framhaldsskóla sem eru í boði og það sem þeir bjóða uppá? Finnið upplýsingar um menntaskóla á Höfuðborgarsvæðinu og svarið spurningunum fyrir neðan. Vinnið tvö og tvö saman í hóp og skrifið upplýsingar niður í ritvinnsluskjal.

Sumir vefirnir eru stórir en helst ber að skoða það sem segir á vefjunum um skólann sjálfan annars vegar, og svo um námsbrautirnar hins vegar. Vefirnir sem nota á eru:
Ø Borgarholtsskóli: http://www.bhs.is/
Ø Fjölbrautarskólinn í Breiðholti: http://fb.is/
Ø Fjölbrautarskólinn við Ármúla: http://www.fa.is/
Ø Flensborgarskólinn í Hafnarfirði: http://flensborg.is/
Ø Iðnskólinn í Hafnarfirði: http://www.idnskolinn.is/
Ø Iðnskólinn í Reykjavík http://www.ir.is/
Ø Kvennaskólinn í Reykjavík: http://www.kvenno.is/
Ø Menntaskólinn í Kópavogi: http://mk.is/
Ø Menntaskólinn í Reykjavík: http://www.mr.is/
Ø Menntaskólinn við Hamrahlíð: http://mh.is/
Ø Menntaskólinn við Sund: http://www.msund.is/


Í hvaða aðaldeildir skiptir Menntaskólinn í Kópavogi námi sínu?
Hverjar eru bóknámsbrautir hans?
Hvaða skóli býður uppá snyrtibraut?
Hversu margar einingar er bifreiðasmíðin í Borgarholtsskóla?
Hvaða áfangar eru kenndir á 2. önn þeirrar brautar?
Hvaða námsbrautir eru í boði í Menntaskólanum við Hamrahlíð?
Hvaða braut myndir þú velja ef þú hefðir enga aðra kosti?
Hvað er almennt átt við með almennri námsbraut?
Fyrir hverja eru þessar brautir hugsaðar?
Hver eru markmið útliststillingabrautar Iðnskólans í Hafnarfirði?
Hvaða skóli bauð uppá fyrsta skipulagða kennaranámið á Íslandi?
Hvaða stúdentsbrautir eru í dag við þennan skóla?
Kynntu þér félagsfræðibraut við Kvennaskólann í Reykjavík, hversu marga félagsfræðiáfanga þarf að taka?
Í hvaða skóla er Heilbrigðisskólinn?
Hvaða brautir eru í boði í Heilbrigðisskólanum?
Hvaða faggreinar grunnnáms eru í Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskólans í Reykjavík?
Hver er munurinn á eðlisfræðideild I og eðlisfræðideild II í Menntaskólanum í Reykjavík?
Hvaða brautir eru í boði í Menntaskólanum við Sund?
Hver er munurinn á bekkjarkerfi og áfangakerfi?
Hvaða skóla leist þér best á? Hvers vegna?
Hvaða skóla leist þér síst á? Hvers vegna?
Hvaða vefur fannst þér vera aðgengilegastur?
Hvaða vefur fannst þér vera síst aðgengilegur?
(c) HildurK 2004

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home