föstudagur, september 17, 2004

Vefrallý og vefleiðangur

Vefrallý er bara að safna upplýsingum. Þ.e. kennari býr til verkefni fyrir nemendur til að leiða þá um vefsíður og lætur þá leita að ákveðnum upplýsingum.

Vefleiðangur (WebQuest) er að vinna með upplýsingarnar sem þú safnar á vísum stöðum (frá björgum/resources). Þ.e. kennari býr til verkefni þar sem nemendur eiga að finna upplýsingar á ákveðnum stöðum/vefsíðum og vinna svo úr þeim. Vefleiðangrar eru í raun 5 þættir. Það er kynning, verkefni, vinnulag, bjargir og mat.
Sjá t.d. vefleiðangur um súkkulaði. Í verkefnalýsingunni á að segja hvað kemur útúr verkefninu en ekki hvað nemandinn á að gera.
Bjargirnar þurfa ekki allar að vera á vef.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home