Yelló!
Jæja, ég var víst hvött til að skrifa meira hérna, hef nú ósköp lítið að segja, eins og alltaf.
Það virðist ætla að taka langan tíma að uppfæra/laga vefsvæðin okkar í Kennó. Myndin mín sem ég er með tengda hingað er tekin af Kennó vefnum mínum og hún dettur alltaf út þegar vefurinn liggur niðri. Vonum að það komist í lag bráðlega.
Ég fór með mömmu í búð áðan og hún var svo góð að festa kaup á afmælisgjöf fyrir dótturdótturina, sem verður tveggja eftir rétt rúma viku (OMG!!). Keyptar voru þessar fínu snjóbuxur og flís sett, peysa og buxur. Þetta nýtist henni vonandi í vetur í kuldanum *hrollur*
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home