miðvikudagur, september 22, 2004

Vefrallý

Ég fékk hugmynd að vefrallýi. Sú hugmynd er að láta nemendur 10. bekkjar kynna sér þá menntun sem framhaldsskólar á Höfuðborgarsvæðinu bjóða uppá. Ætli það verði of umfangsmikið og henti betur sem vefleiðangur?
Mér taldist til að framhaldsskólarnir væru 11 talsins og mér datt helst í hug að koma með spurningar eins og:
Hvaða skóli býður uppá xxx braut?
Hver eru sérkenni xxx skólans?
Hvaða brautir eru í boði í xxx skóla?
Nú er ég komin með svo góða hugmynd, ég vona að ég geti notað hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home