laugardagur, september 25, 2004

Vefleiðangur

Hérna er hugmynd og uppkast að vefleiðangri:

Kynning:
Fjölskyldan þín er að fá erlenda gesti sem vilja fara í ferðalag hringinn í kringum Ísland í tvær vikur næsta sumar. Fjölskyldan ætlar að fara í ferðalagið með þeim og sýna þeim landið. Þið eigið að útbúa ferðaáætlun.

Verkefni:
Þið eigið að kynna fjölskylduna og hvaða áhugamál hver og einn hefur. Einnig hvaða staði þau vilja helst skoða og hvernig þau komast að samkomulagi um hvað er skoðað og hverju sleppt.
Hafðu í huga hvar (í hvaða bæ/á hvaða svæði) skal gista hverju sinni og hvernig gistirými er í boði á þeim stað.
Hvað er áhugavert að skoða í nálægð við þann stað?
Athugaðu hversu langt er að keyra á milli staða.
Mundu eftir Reykjavík!

Bjargir:
http://www.ismennt.is/not/valli/Vefbanki/island.html
http://vestmannaeyjar.ismennt.is/vefir/island/hringur.html#tafla

Vinnulag:
Ykkur verður skipt í hópa og þið ákveðið svo hver er í hvaða hlutverki í fjölskyldunni. Finnið áhugamál ykkar fjölskyldumeðlims til að segja til um hvað hann/hún vill helst skoða í ferðalaginu.
Ræðið saman til að byrja með og skrifið niður hvað þið vitið nú þegar um Ísland og hvaða staði þið mynduð vilja fara á.
Skiptið með ykkur verkum, t.d. eftir landshlutum, áður en þið skoðið vefsíðurnar.
Skoðið síðurnar og finnið upplýsingar um áhugaverða staði, munið að taka tillit til áhugamála allra fjölskyldumeðlima.
Í lokin komið þið saman og vinnið sameiginlega að ferðaáætluninni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home