föstudagur, október 29, 2004

áfram um PowerPoint Producer

verður að koma fram á forsíðunni nafnið okkar og ártalið, helst "Haust 2004". kynning á efninu, eins og við séum að selja örnámskeiðið okkar, ekki fyrir Salvöru.
Ná í videoklippin af slóðinni http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/video/index.htm til að taka videoið inná tölvuna: hægrismella á sitt video og velja "Save target as..." og vista klippið á tölvunni.
Til að setja videoið inn í Producer, opna forritið, smella á video (vinstra megin) og þar á import video. Finna svo videoið á réttum stað og smella á import (eða open). setja videoið svo á tímalínunna, ná í glærurnar á sama hátt (smella á slides vinstra megin og svo import slides) og setja þær líka á tímalínuna. þá getum við valið Synchronize úr Tools valseðlinum eða flýtihnappnum á stiku. Þegar við erum búin að synchroniza þá er að publishera, það er það sem flestir klikka á. Búum til möppu e-s staðar á tölvunni okkar og publisherum beint þangað. Ekki nota save eða save as..., þ.e. það er bara til að vista klippingarnar, svo gott er að eiga þannig útgáfu líka, en til að setja þetta í endanlega útgáfu fyrir netið, þá publisherum við. Það er gert með Publish presentation skipuninni í File valseðlinum eða Publish flýtihnappnum á stiku. Velja fyrst My computer (búum til möppu sem við drögum svo á vefsvæðið okkar), segjum Next og hér gefum við nafn, og hér má ekki nota íslenska stafi, því þetta er vefsíðunafn. Smellum á Browse undir nafninu og búum þar til nýja möppu, ef við þurfum að gera þetta tvisvar, þá búa til nýja möppu og eyða gömlu möppunni út. áður en við ýtum á Next þá fullvissa okkur um að við séum að geyma allt í einni möppu sem við vitum hvar er. Eftir Next þá getum við líka breytt Titlinum og nafninu okkar ef við vorum ekki búin að því, ýta svo á Next. þarna verðum við að breyta, ekki nota Use suggested settings sem er hakað við, heldur haka við hitt "Choose publish settings..." ýta svo á Next. Í listanum sem kemur þá upp veljum við Cable or DSL modem connection at 150 Kbps. ýta svo á Next. það getur tekið svolítinn tíma, nú er forritið að umbreyta þessu og vista niður. Helst ekki að hafa þetta mikið meira en 7, helst minna (það er hægt að sjá í listanum þar sem maður velur Cable or DSL...).

Fara fyrst í Table of contents flipann (af þremur), þetta er mjög mikilvægt. Í preview presentation flipanum getum við skoðað hvernig þetta lítur út, þar getum við séð titilinn á glærunum, titlinum getum við breytt í Table of contents. Smellum þá á glæruna sem við viljum breyta nafninu á og smellum á takkann Change sem er í miðjunni. Þarna eigum við líka að breyta titlinum á öllu verkinu (reitirnir hægra megin), setja nafnið okkar og finna mynd af okkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home