miðvikudagur, október 27, 2004

Power Point Producer

Við gerum upptöku fyrir örkennsluna í dag og í næsta tíma munum við vinna það saman við glærur.
Salvör sýndi okkur hvernig við tökum myndbúta frá videovél inná tölvuna um FireWire tengi.
Í Windows Movie Maker er hægt að taka stillimyndir úr videomyndum með því að smella á Take Picture takkann sem er undir "previewinu" af videomyndinni.
Takkinn þar við hliðina á er til að skipta videoinu í tvennt. þá spilar maður videoið að þeim punkti þar sem maður vill skipta í tvennt, ýtir á pásu og smellir á þennan takka. Ef maður vill losna við eitthvað út úr videoi er hægt að nota þennan takka með því að skipta videoinu í þrennt og ekki nota miðpartinn.
Best að fara rólega í talið, því alltaf er hægt að klippa í burtu.
Til að vista videoið til að nota í örkennslu er að vista í "Best Quality for playback..." þá haldast gæðin og við getum notað þetta í PowerPoint producer og vistum það svo öðruvísi.
PowerPoint Producer er mjög líkt Windows Movie Maker.
Efst er takki sem heitir Synchronize, þá getur maður stillt saman videoið og glærurnar. Þú ýtir þá bara á play á glugganum sem kemur upp og hlustar og horfir á það sem er að gerast á videoinu, þegar tími er kominn á næstu glæru, þá ýtir þú bara á takkan Next slide.
Salvör vill fá mynd af okkur á forsíðuna, mynd sem við tökum úr videoinu með Movie Maker.
Ef smellt er á Table of Contents flipann getum við breytt nafni á glærum, sett inn mynd af okkur og nafnið okkar, og sett inn titil.
Til að vista niður velja File - Publish Presentation, velja My computer ýta á Next, skrifa svo nafn og velja stað til að vista á ýta svo á Next, Þá kemur titillinn og nafnið þitt og þú getur breytt því, ýta svo á Next, Velja þá Choose publish settings for different audiences og smella á Next, Velja svo Cable or DSL modem for connection at 150Kps. má fara neðar en ekki fara ofar, annars verður þetta svo stórt.
Til að setja þetta á vefinn þá býr maður til möppu og draga svo alla möppuna inní FrontPage. Passa að vista ekkert með íslenskum stöfum, ekki heldur PowerPoint sýningunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home