laugardagur, október 30, 2004

Skilasíðan mín

Það er kannski betra að láta fylgja með krækju á skilasíðuna mína í námskeiðinu. Hún er http://nemendur.khi.is/hildkris/skolastarf/ en ég set líka link hérna hægra megin.

föstudagur, október 29, 2004

Örkennsla

Hérna er linkurinn að örkennsluverkefninu mínu sem ég vann í PowerPoint Producer: http://nemendur.khi.is/hildkris/skolastarf/snjokornagerd/snjokorn.htm
Vona að þetta sé rétt hjá mér. Njótið vel!

áfram um PowerPoint Producer

verður að koma fram á forsíðunni nafnið okkar og ártalið, helst "Haust 2004". kynning á efninu, eins og við séum að selja örnámskeiðið okkar, ekki fyrir Salvöru.
Ná í videoklippin af slóðinni http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/video/index.htm til að taka videoið inná tölvuna: hægrismella á sitt video og velja "Save target as..." og vista klippið á tölvunni.
Til að setja videoið inn í Producer, opna forritið, smella á video (vinstra megin) og þar á import video. Finna svo videoið á réttum stað og smella á import (eða open). setja videoið svo á tímalínunna, ná í glærurnar á sama hátt (smella á slides vinstra megin og svo import slides) og setja þær líka á tímalínuna. þá getum við valið Synchronize úr Tools valseðlinum eða flýtihnappnum á stiku. Þegar við erum búin að synchroniza þá er að publishera, það er það sem flestir klikka á. Búum til möppu e-s staðar á tölvunni okkar og publisherum beint þangað. Ekki nota save eða save as..., þ.e. það er bara til að vista klippingarnar, svo gott er að eiga þannig útgáfu líka, en til að setja þetta í endanlega útgáfu fyrir netið, þá publisherum við. Það er gert með Publish presentation skipuninni í File valseðlinum eða Publish flýtihnappnum á stiku. Velja fyrst My computer (búum til möppu sem við drögum svo á vefsvæðið okkar), segjum Next og hér gefum við nafn, og hér má ekki nota íslenska stafi, því þetta er vefsíðunafn. Smellum á Browse undir nafninu og búum þar til nýja möppu, ef við þurfum að gera þetta tvisvar, þá búa til nýja möppu og eyða gömlu möppunni út. áður en við ýtum á Next þá fullvissa okkur um að við séum að geyma allt í einni möppu sem við vitum hvar er. Eftir Next þá getum við líka breytt Titlinum og nafninu okkar ef við vorum ekki búin að því, ýta svo á Next. þarna verðum við að breyta, ekki nota Use suggested settings sem er hakað við, heldur haka við hitt "Choose publish settings..." ýta svo á Next. Í listanum sem kemur þá upp veljum við Cable or DSL modem connection at 150 Kbps. ýta svo á Next. það getur tekið svolítinn tíma, nú er forritið að umbreyta þessu og vista niður. Helst ekki að hafa þetta mikið meira en 7, helst minna (það er hægt að sjá í listanum þar sem maður velur Cable or DSL...).

Fara fyrst í Table of contents flipann (af þremur), þetta er mjög mikilvægt. Í preview presentation flipanum getum við skoðað hvernig þetta lítur út, þar getum við séð titilinn á glærunum, titlinum getum við breytt í Table of contents. Smellum þá á glæruna sem við viljum breyta nafninu á og smellum á takkann Change sem er í miðjunni. Þarna eigum við líka að breyta titlinum á öllu verkinu (reitirnir hægra megin), setja nafnið okkar og finna mynd af okkur.

miðvikudagur, október 27, 2004

Power Point Producer

Við gerum upptöku fyrir örkennsluna í dag og í næsta tíma munum við vinna það saman við glærur.
Salvör sýndi okkur hvernig við tökum myndbúta frá videovél inná tölvuna um FireWire tengi.
Í Windows Movie Maker er hægt að taka stillimyndir úr videomyndum með því að smella á Take Picture takkann sem er undir "previewinu" af videomyndinni.
Takkinn þar við hliðina á er til að skipta videoinu í tvennt. þá spilar maður videoið að þeim punkti þar sem maður vill skipta í tvennt, ýtir á pásu og smellir á þennan takka. Ef maður vill losna við eitthvað út úr videoi er hægt að nota þennan takka með því að skipta videoinu í þrennt og ekki nota miðpartinn.
Best að fara rólega í talið, því alltaf er hægt að klippa í burtu.
Til að vista videoið til að nota í örkennslu er að vista í "Best Quality for playback..." þá haldast gæðin og við getum notað þetta í PowerPoint producer og vistum það svo öðruvísi.
PowerPoint Producer er mjög líkt Windows Movie Maker.
Efst er takki sem heitir Synchronize, þá getur maður stillt saman videoið og glærurnar. Þú ýtir þá bara á play á glugganum sem kemur upp og hlustar og horfir á það sem er að gerast á videoinu, þegar tími er kominn á næstu glæru, þá ýtir þú bara á takkan Next slide.
Salvör vill fá mynd af okkur á forsíðuna, mynd sem við tökum úr videoinu með Movie Maker.
Ef smellt er á Table of Contents flipann getum við breytt nafni á glærum, sett inn mynd af okkur og nafnið okkar, og sett inn titil.
Til að vista niður velja File - Publish Presentation, velja My computer ýta á Next, skrifa svo nafn og velja stað til að vista á ýta svo á Next, Þá kemur titillinn og nafnið þitt og þú getur breytt því, ýta svo á Next, Velja þá Choose publish settings for different audiences og smella á Next, Velja svo Cable or DSL modem for connection at 150Kps. má fara neðar en ekki fara ofar, annars verður þetta svo stórt.
Til að setja þetta á vefinn þá býr maður til möppu og draga svo alla möppuna inní FrontPage. Passa að vista ekkert með íslenskum stöfum, ekki heldur PowerPoint sýningunni.

föstudagur, október 15, 2004

Movie Maker verkefni

Nú er ég búin að setja inn Movie maker verkefnin sem ég vann. Það er krækja frá skilasíðunni minni á http://nemendur.khi.is/hildkris/skolastarf/index.htm en bein tenging við skrárnar er: http://nemendur.khi.is/hildkris/skolastarf/SaraMistMyndir4.wmv og http://nemendur.khi.is/hildkris/skolastarf/SaraMistViedo2.wmv
Prófið að kíkja á það.

Skilasíðan

Jæja, nú er ég að reyna að fara yfir það sem ég á að gera og skila, en er svolítið lost í þessu. Það sem er að vefjast fyrir mér er að mér skildist á Salvöru að við ættum að búa til nýjan vef fyrir skilaverkefnin, er það þá undirvefur undir heimasíðunni okkar? Jæja, ég er alla vega að gera það svoleiðis og vona að það sé í lagi.

miðvikudagur, október 13, 2004

Movie Maker

Jæja, nú erum við að læra að búa til video, bæði úr video klippum og úr venjulegum ljósmyndum.
Þegar við vistum (Save movie) þá veljum við stað og nafn og fínt er að velja ekki Best quality for... heldur sýna fleiri möguleika og velja Other settings og velja úr listanum Video for broadband (150 kbps). Þetta er aðalmálið til að ná niður MegaBætunum og gæðunum líka.

föstudagur, október 08, 2004

Vefrallý og vefleiðangur skil

Nú er vefrallýið og vefleiðangurinn minn komin inn. Ég setti það á heimasíðuna mína hér: http://nemendur.khi.is/hildkris/skolastarf/index.htm

Verkefnatími

Jæja, ég missti víst af tímanum í síðustu viku, en þá fóru þau í Movie maker og margt fleira. Elínborg tók glósur á bloggið sitt og það var fínt að lesa það. Án þess að ég gæti náð að downloada Movie maker, fann það ekki á þessari síðu, bara update fyrir það. Jæja, Nú er verkefnatími og best að koma sér að verki, verst að ég veit ekki alveg hvað liggur mest á að gera.