laugardagur, september 25, 2004

Vefleiðangur

Hérna er hugmynd og uppkast að vefleiðangri:

Kynning:
Fjölskyldan þín er að fá erlenda gesti sem vilja fara í ferðalag hringinn í kringum Ísland í tvær vikur næsta sumar. Fjölskyldan ætlar að fara í ferðalagið með þeim og sýna þeim landið. Þið eigið að útbúa ferðaáætlun.

Verkefni:
Þið eigið að kynna fjölskylduna og hvaða áhugamál hver og einn hefur. Einnig hvaða staði þau vilja helst skoða og hvernig þau komast að samkomulagi um hvað er skoðað og hverju sleppt.
Hafðu í huga hvar (í hvaða bæ/á hvaða svæði) skal gista hverju sinni og hvernig gistirými er í boði á þeim stað.
Hvað er áhugavert að skoða í nálægð við þann stað?
Athugaðu hversu langt er að keyra á milli staða.
Mundu eftir Reykjavík!

Bjargir:
http://www.ismennt.is/not/valli/Vefbanki/island.html
http://vestmannaeyjar.ismennt.is/vefir/island/hringur.html#tafla

Vinnulag:
Ykkur verður skipt í hópa og þið ákveðið svo hver er í hvaða hlutverki í fjölskyldunni. Finnið áhugamál ykkar fjölskyldumeðlims til að segja til um hvað hann/hún vill helst skoða í ferðalaginu.
Ræðið saman til að byrja með og skrifið niður hvað þið vitið nú þegar um Ísland og hvaða staði þið mynduð vilja fara á.
Skiptið með ykkur verkum, t.d. eftir landshlutum, áður en þið skoðið vefsíðurnar.
Skoðið síðurnar og finnið upplýsingar um áhugaverða staði, munið að taka tillit til áhugamála allra fjölskyldumeðlima.
Í lokin komið þið saman og vinnið sameiginlega að ferðaáætluninni.

föstudagur, september 24, 2004

Upplýsingatækni og skólastarf

Ég er að hugsa um að skoða Salaskóla og Brekkubæjarskóla á Akranesi. Síðurnar sem ég ætla að styðjast við eru http://nemendur.khi.is/elsaarn/skolastarf2/skolaverkefni.htm fyrir Brekkubæjarskóla og http://nemendur.khi.is/gudrgudn/skolaheimsokn/ fyrir Salaskóla.

fimmtudagur, september 23, 2004

Vefrallý

Vefrallý um framhaldsskólamenntun í boði á Höfuðborgarsvæðinu
Höfundur: Hildur Kristjánsdóttir
Fyrir nemendur 10. bekkjar

Hversu mikið veistu í raun um þá framhaldsskóla sem eru í boði og það sem þeir bjóða uppá? Finnið upplýsingar um menntaskóla á Höfuðborgarsvæðinu og svarið spurningunum fyrir neðan. Vinnið tvö og tvö saman í hóp og skrifið upplýsingar niður í ritvinnsluskjal.

Sumir vefirnir eru stórir en helst ber að skoða það sem segir á vefjunum um skólann sjálfan annars vegar, og svo um námsbrautirnar hins vegar. Vefirnir sem nota á eru:
Ø Borgarholtsskóli: http://www.bhs.is/
Ø Fjölbrautarskólinn í Breiðholti: http://fb.is/
Ø Fjölbrautarskólinn við Ármúla: http://www.fa.is/
Ø Flensborgarskólinn í Hafnarfirði: http://flensborg.is/
Ø Iðnskólinn í Hafnarfirði: http://www.idnskolinn.is/
Ø Iðnskólinn í Reykjavík http://www.ir.is/
Ø Kvennaskólinn í Reykjavík: http://www.kvenno.is/
Ø Menntaskólinn í Kópavogi: http://mk.is/
Ø Menntaskólinn í Reykjavík: http://www.mr.is/
Ø Menntaskólinn við Hamrahlíð: http://mh.is/
Ø Menntaskólinn við Sund: http://www.msund.is/


Í hvaða aðaldeildir skiptir Menntaskólinn í Kópavogi námi sínu?
Hverjar eru bóknámsbrautir hans?
Hvaða skóli býður uppá snyrtibraut?
Hversu margar einingar er bifreiðasmíðin í Borgarholtsskóla?
Hvaða áfangar eru kenndir á 2. önn þeirrar brautar?
Hvaða námsbrautir eru í boði í Menntaskólanum við Hamrahlíð?
Hvaða braut myndir þú velja ef þú hefðir enga aðra kosti?
Hvað er almennt átt við með almennri námsbraut?
Fyrir hverja eru þessar brautir hugsaðar?
Hver eru markmið útliststillingabrautar Iðnskólans í Hafnarfirði?
Hvaða skóli bauð uppá fyrsta skipulagða kennaranámið á Íslandi?
Hvaða stúdentsbrautir eru í dag við þennan skóla?
Kynntu þér félagsfræðibraut við Kvennaskólann í Reykjavík, hversu marga félagsfræðiáfanga þarf að taka?
Í hvaða skóla er Heilbrigðisskólinn?
Hvaða brautir eru í boði í Heilbrigðisskólanum?
Hvaða faggreinar grunnnáms eru í Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskólans í Reykjavík?
Hver er munurinn á eðlisfræðideild I og eðlisfræðideild II í Menntaskólanum í Reykjavík?
Hvaða brautir eru í boði í Menntaskólanum við Sund?
Hver er munurinn á bekkjarkerfi og áfangakerfi?
Hvaða skóla leist þér best á? Hvers vegna?
Hvaða skóla leist þér síst á? Hvers vegna?
Hvaða vefur fannst þér vera aðgengilegastur?
Hvaða vefur fannst þér vera síst aðgengilegur?
(c) HildurK 2004

miðvikudagur, september 22, 2004

Vefrallý

Ég fékk hugmynd að vefrallýi. Sú hugmynd er að láta nemendur 10. bekkjar kynna sér þá menntun sem framhaldsskólar á Höfuðborgarsvæðinu bjóða uppá. Ætli það verði of umfangsmikið og henti betur sem vefleiðangur?
Mér taldist til að framhaldsskólarnir væru 11 talsins og mér datt helst í hug að koma með spurningar eins og:
Hvaða skóli býður uppá xxx braut?
Hver eru sérkenni xxx skólans?
Hvaða brautir eru í boði í xxx skóla?
Nú er ég komin með svo góða hugmynd, ég vona að ég geti notað hana.

Aaaaaarrrrrrrgggggggg og GARG

Að læra stærðfræði er ekkert einfalt!
Er alveg að klepra á heimadæmum í talnakerfum. Þetta hljómar rosalega einfalt; talnakerfi, en belív jú mí, þetta er ekki eins einfalt og það kann að hljóma. Veit einhver hvernig ég leysi t.d. úr 2 - (1/2) í veldinu k + (1/2) í veldinu (k+1) ????

Ummm... kannski ég haldi bara áfram að láta mig dreyma um nýja bíl!

föstudagur, september 17, 2004

Vefrallý og vefleiðangur

Vefrallý er bara að safna upplýsingum. Þ.e. kennari býr til verkefni fyrir nemendur til að leiða þá um vefsíður og lætur þá leita að ákveðnum upplýsingum.

Vefleiðangur (WebQuest) er að vinna með upplýsingarnar sem þú safnar á vísum stöðum (frá björgum/resources). Þ.e. kennari býr til verkefni þar sem nemendur eiga að finna upplýsingar á ákveðnum stöðum/vefsíðum og vinna svo úr þeim. Vefleiðangrar eru í raun 5 þættir. Það er kynning, verkefni, vinnulag, bjargir og mat.
Sjá t.d. vefleiðangur um súkkulaði. Í verkefnalýsingunni á að segja hvað kemur útúr verkefninu en ekki hvað nemandinn á að gera.
Bjargirnar þurfa ekki allar að vera á vef.

fimmtudagur, september 16, 2004

Ahhh

Þetta er miklu betra. Núna er ég kominn með réttan tíma á póstana mína og vonandi líka á íslensku. Munur!

Jæja, þá eru Kennó síðurnar loksins komnar upp aftur. Litla myndin mín komin aftur í gang. Nú þarf ég að setjast yfir síðuna og koma öllum linkum inn.

Annars eru bara veikindi í fjölskyldunni. Aumingja maðurinn minn er með hálsbólgu og kvef og dóttirin líklegast líka, þó minna sjái/heyrist á henni. Ég tek minn toll af þessu, en ekki í sama magni og hann Rikki.

miðvikudagur, september 15, 2004

Fallega hugmyndin!!

Nú er ég í skólanum (surprize!) og var að uppgötva eitt mest brillíant hlut í heimi upplýsingatækni. Fréttavakar!! Ég skráði mig á Bloglines og þar setti ég inn öll bloggin og síðurnar sem ég þarf/vil fylgjast með. Nú þarf ég ekki að ferðast á milli síða stanslaust allan daginn, heldur fer ég bara þarna inn og kíki á það nýjasta. Kíktu hérna, þar sérðu hvernig þetta lítur út hjá mér.

þriðjudagur, september 14, 2004

Dónt træ ðis at hóm!!


Áts
Originally uploaded by HildurK.


Jæja þá, víti til varnaðar; Alltaf vera í beltum í bílum, líka í leigubílum og í aftursætum!!! Annars gæti farið svona!

Þessi 15 cm langi skurður á handleggnum á mér er ekki eitthvað sem ég hafði hugsað mér að vera með í framtíðinni, en svona fer þegar leigubílstjórar keyra yfir á rauðu ljósi og farþegar eru ekki í belti. Þetta er að sjálfsögðu bara það sem sést að utan, það sem ekki sést er svo málmplata og 8 skrúfur í beininu á mér.

Ætli ég komist nokkurn tímann í gegnum tolla hjá bandarískum yfirvöldum framar???

Veikindi kennara

Er einhver kennarapest að ganga þessa dagana? Fyrst féll niður siðfræði á mánudag vegna veikinda kennarans og svo fellur niður miðlun = nám á morgun útaf veikindum Stefáns. Vonandi er þetta ekki eitthvað sem ég næli mér í, nenni ekki að vera veik núna.

Púff

Það er nú meira hvað þeir ætla að vera lengi að uppfæra vefsvæðin okkar niðrí Kennó. Heimasíðurnar eru bara búnar að liggja niðri alveg síðan í síðustu viku. Ég vona að ekkert hafi klikkað hjá þeim, því ég vil nú ekki missa allt út sem ég var búin að vinna svo mikið að síðasta vetur. Það var kannski líka bara feill hjá mér að taka ekki bakkupp af vefnum. En ég á eitthvað til hérna heima, en ekki nærri því allt.

sunnudagur, september 12, 2004

Öpdeit af handleggsbroti

Já, þá er það helst að frétta að ég fór í endurkomu á fimmtudaginn. Umbúðirnar voru teknar sem og saumarnir. Það var ekki í uppáhaldi hjá mér. Í fyrsta lagi grunaði mig að saumarnir/sárið væri fast við umbúðirnar og það var rétt hjá mér, það þurfti hálf að rífa umbúðirnar úr sárinu. Sporin voru líka nokkur þar sem þetta er 15 cm langur skurður á hendinni á mér. Mjög skemmtilegt!

Frankenstein er kominn aftur í líki handleggsins á mér!

Jamm og jæja

Jáhá, það er nú meira en að segja það að vera með tvö blogg! En, here goes:
Fyrsta vikan í skólanum er búin, mér finnst ég nú hafa verið heldur handalaus, þar sem ég tók lappann ekkert með mér útaf handleggsbrotinu. En núna er stefnan tekin á að skila og fá fleiri bækur lánaðar hjá Kristínu og þá kem ég mér vonandi í það að lesa eitthvað fyrir Talað mál... En annars vekur sá áfangi ekki mikla tilhlökkun hjá mér. Gott að ég tek þessa upplýsingatækniáfanga til að bæta mér upp skemmtilegheitin!

föstudagur, september 10, 2004

Yelló!

Jæja, ég var víst hvött til að skrifa meira hérna, hef nú ósköp lítið að segja, eins og alltaf.

Það virðist ætla að taka langan tíma að uppfæra/laga vefsvæðin okkar í Kennó. Myndin mín sem ég er með tengda hingað er tekin af Kennó vefnum mínum og hún dettur alltaf út þegar vefurinn liggur niðri. Vonum að það komist í lag bráðlega.

Ég fór með mömmu í búð áðan og hún var svo góð að festa kaup á afmælisgjöf fyrir dótturdótturina, sem verður tveggja eftir rétt rúma viku (OMG!!). Keyptar voru þessar fínu snjóbuxur og flís sett, peysa og buxur. Þetta nýtist henni vonandi í vetur í kuldanum *hrollur*

miðvikudagur, september 08, 2004

Nýtt blogg

Jæja, þá er maður kominn með nýtt blogg. Ég ákvað að best væri að velja annað útlit á þetta. Kíktu í krækjurnar mínar og skoðaðu hitt bloggið mitt.